Farsímaspilavíti

Farsímaspilavíti eru tiltölulega ný af nálinni. Þar sem flestir eru komnir með snjallsíma í dag þá er auðvelt fyrir spilara að finna uppáhaldsleikinn sinn hvar nánast hvar sem er, það eina sem þarf er nettenging og nú til dags kemstu nánast hvar sem er á netið.

Flest ef ekki öll stærstu spilavítin bjóða spilurum upp á það að spila í gegnum snjallsíma eða spkaldtölvur í dag og er þetta sá iðnaður innan spilavítanna sem stækkar hvað hraðast. Mörg þeirra bjóða líka upp á app sem gerir spilurum kleift að komast auðveldar inn á spilavítin.

Tekjurnar sem fást af spilavítum í farsímum eru gríðarlegar en gert er ráð fyrir tekjum upp á nokkra milljarða dollara á ári í gegnum farsímaspilavíti. Lagasetning vegna þessa hefur ekki þróast jafn hratt og tæknin og þannig er ekki komin nein almenn lagasetning fyrir lönd evrópusambandsins. Þannig er Finnland til að mynda með einokun á rekstri spilavíta á netinu á meðan Noregur styður blákalt bann við slíkum rekstri. Erfitt er þó að banna eitthvað á netinu eins og sagan hefur sýnt.

Líklegt þykir að þessi iðnaður eigi eftir að vaxa mikið á næstu árum. Ungt fólk notar snjallsímana sína æ meira og með auknu aðgengi að interneti og spilavítaleikjum ættum við að sjá fleiri farsímaspilavíti vaxa og dafna á næstu árum. Veðmál á íþróttaviðburði er eitt af því sem búist er við að aukist mikið á næstunni. Þannig geta áhorfendur veðjað ekki einungis á útkomu kappleikja heldur einnig á einstaka atburði innan leikjanna.

Post navigation