Spilavíti á netinu

Eftir því sem tækninni fleygir fram er framboð af afþreyingu orðið æ meira. Spilavíti á netinu eru örugg leið til að spila uppáhaldsleikina þína, veðja á íþróttaviðburði, spila póker eða bara hvað sem þú vilt því framboðið er ansi veglegt.það er algjör óþarfi að splæsa í flug til Las Vegas því þú getur notið þess að spila í sófanum heima hjá þér þökk sé nýjustu tækni. Við snögga leit á google að spilavítum á netinu birtast þúsundir möguleika. Stærstu síðurnar eru með fjöldann allan afmismunandi leikjum og afþreyingu á meðan til eru minni síður sem eru afmarkaðri. Eitt er þó ljóst, allir geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk auk þess sem nýjir leikir og möguleikar bjóðast í hverri viku. Ávallt hefur verið vinsælt að spila póker og veðja á íþróttaviðburði en á meðal nýjunga er til dæmis að hægt er að veðja á úrslit í kosningum og annað vinsælt efni. Upphaf spilavíta á netinu má rekja til 1994 þega fyrstu heimasíðurnar voru teknar í notkun. Áhuginn var gríðarlegur og ekki leið á löngu þar til þeim fjölgaði mikið. Áætlað er að í dag séu nokkur hundruð heimasíður sem bjóða upp á veðmál á netinu. Þau eru til að mynda það vinsæl að margar af stærri síðunum eru farnar að auglýsa á búningum knattspyrnuliða í Englandi og kaupa nafnréttinn á leikvöllum félaga. Á Íslandi er þetta ekki möguleiki vegna þess að það er ólöglegt að auglýsa slíka starfsemi. Þrátt fyrir það hefur oft verið talað um það að opna spilavíti á Íslandi til að geta skattlagt þessa starfsemi.

Post navigation